Public Home > 2017 Starfsemi SÍH
       

2017 Starfsemi SÍH

 
Ferð á Tórshamar open 2017

Dagana 22. og 23. júlí var Tórshamar open haldinn í annað sinn í Þórshöfn í Færeyjum. Keppt var í skeet og Automatic Bolding Trap. Tveir þátttakendur frá SÍH fóru á mótið og tóku þátt í sitt hvorri greininni. Færeyingar sýndu okkar mönnum algjörlega einstaka gestrisni. Færeyingar hafa verið duglegir að heimsækja okkur á SÍH open en þetta er í fyrsta en örugglega ekki það síðasta sem við endurgjöldum þær heimsóknir. Mikil snyrtimennsa einkennir allt í Færeyjum og því til staðfestingar þá tína félagsmenn öll leirdúfubrot að lokinn æfingu. Við gætum tekið margt okkur til fyrirmyndar frá Færeyjum.

Album was created 11 months ago and modified 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 48 files
 
SÍH 2017
Album was created 11 months ago and modified 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 54 files
 
Fjölskyludvænt vinnukvöld
Album was created 12 months ago and modified 12 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 4 files
 
Scandinava Open

Nokrir félagar úr SÍH fóru á Scandinavina Open í Danmörku. Góð ferð og frábær árangur hjá okkar fólki.

Album was created 1 year ago and modified 1 year ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files
 
Landsmót í skeet og Norrænu trappi 29. og 30. apríl.
Apr 29, 2017

Síðari dagur landsmótsins í skeet og Norrænu trappi. Sigurvegari í N-trap varð Kristinn Gísli Guðmundsson og Stefán Gísli Örlygsson í skeet. Í skeet var keppt í fyrsta sinn samkvæmt nýjum reglum, þannig að úrslitin voru með nyju og skemmtulegu sniði.
Úrslititin má sjá á slóðinni http://sih.is/index.php/en/starfsemi/motaskra

Album was created 1 year 1 month ago and modified 1 year 1 month ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 33 files
 
Nýtt greiðlsukerfi á Iðavöllum

Nýtt greiðslukerfi var sett upp á Iðavöllum í byrjun árs. Það leysti af heimasmíðað kerfi sem hafði verið í notkun frá opnun Iðavalla 1999.
Með nýja kerfinu komu sérstök smartkort sem félagsmenn kaupa á 3.000 kr. og kaupa síðan áfyllingu, minnst 10.000 kr. hverju sinni.
Áfyllinguna kaupa félagsmenn á æfingum hjá æfingastjóra. Síðan velja þeir þann völl sem þeir ætla að skjóta á hverju sinni og stinga kortinu í þar til gerðan kortalesara sem er einn á hverjum velli. Við það dregur kortalesarinn viðeigandi upphæð af kortinu sem samsvarar verði á 25 dúfum. Þegar inneignin á kortinu er búinn þarf viðkomandi að kaupa nýja áfyllingu hjá æfingarstjóra.

Album was created 1 year 3 months ago and modified 1 year 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Unnið við trappvöllinn

Nú er loksins séð fyrir endan á puði og plúli við að opna Torræna trappvöllinn þar sem endanlega er lokið við að smíða umgengisvænar hurðir eða lúgur í stað þeirra sem voru við það valda almennri bakveiki í félaginu.

Album was created 1 year 3 months ago and modified 1 year 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 3 files
 
Ný stjórn SÍH

Aðalfundur SÍH var haldinn fimmdudaginn 23. febrúar. Sú breyting varð á stjórn að Helga Jóhannsdóttir lét af störfum sem gjaldkeri og Guðbjörg Konráðsdóttir var kosinn til tveggja ára í hennar stað. Helgu er þakkað fyrir samviskusamegt starf sem gjaldkeri SÍH.

Album was created 1 year 3 months ago and modified 1 year 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Námskeið í umhirðu á byssum.

Fimmtudaginn 9. febrúar hélt Stefán Geir Stefánsson frábært námskeið í umhirðu á haglabyssum og rifflum.
Námskeiðið var hluti af metnaðarfullri dagskrá fræðslunefndar SÍH

Album was created 1 year 3 months ago and modified 1 year 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 4 files
 
Aðalfundur SÍH 2017

Aðalfundur SÍH var haldinn fimmtudaginn 23. febrúar 2017. Ein breyting varð á stjórn félagsins þar sem Helga Jóhannsdóttir gaf ekki kost á sér áfram sem gjaldkeri félagsins. Í hennar stað kemur Guðbjörg Konráðsdóttir. Stjórn SÍH þakkar Helgu fyrir gott og samviskusamlegt starf sem gjaldkeri félagsins. Sjá núverandi stjórnarskipan á mynd af stjórn.

Album was created 1 year 3 months ago and modified 1 year 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Innanfélagsmót í Skeet og Norrænu trappi.
Feb 11, 2017

Fyrsta innanfélagsmótið hjá SÍH fór fram í dag 11. febrúar. Veðrið var þokkalegt nokkuð mikill vindur en þurrt.

Album was created 1 year 4 months ago and modified 1 year 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 39 files
 
Vinnudagar

Úrvalslið hefur í dag og í gær verið að leggja lokahönd á að tengja nýtt greiðslukerfi og færa trappvélar.

Album was created 1 year 5 months ago and modified 1 year 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files