Public Home > 2009 Starfsemi SÍH
       

2009 Starfsemi SÍH

 
Iðavellir
Sep 20, 2009

Iðavellir í blóma.
Myndir Kristinn Rafnsson.

Album was created 9 years 4 months ago and modified 9 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 15 files
 
Lokamót SÍH 2009

Lokamót SÍH var haldið í blíðskapar veðri þrátt fyrir einstaka rigningarskúr. Þátttakendur voru tólf en því miður var enginn þátttakandi í kennaflokki að þessu sinni og skorar stjórn SÍH á konurnar í félaginu að láta það ekki koma fyrir aftur. Sigurþór Jóhannesson endurheimti titilinn Skotmaður SÍH frá 2006 en Bjarni Viðar Jónsson og Hörður Sigurðsson höfðu hampað honum í millitíðinni. Hákon Juhlin Þorsteinsson varð skotunglingur SÍH í þriðja sinn. Ýmsar gamla kempur sýndu gamla góða takta þrátt fyrir litla æfingu í sumar og fór þar fremstur í flokki Kári Grétarsson sem lenti í öðru sæti. Þórður Kárason sem var skotunglingur 2002 var mættur til leiks og sýndi að hann hafði litli gleymt og komst í sex manna úrslit þar sem hann endaði í 5 til 6 sæti. Keppnismenn SÍH buðu stjórn félagsins ásamt mökum og öðrum mótsgestum til mikillar grillveislu að móti loknu. Þar mætti einnig þjálfari félagsins Hreimur Garðarsson beint af þjálfaranámskeiði í Háskóla Íslands. Árið 2009 er að mati stjórnar SÍH orðið eitt það farsælasta í starfi félagsins bæði hvað varðar góðan árangur en ekki síður hvað varðar góðan anda í leik og starfi. Stjórnin vill nota tækifærið og þakka öllum sem tóku þátt í starfinu á þessu æfinga- og keppnistímabili fyrir ánægjulegt samstarf og ánægjulegar samverustundir.

Album was created 9 years 4 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 132 files
 
SR OPEN 2009
Aug 30, 2009

Myndir: Kristinn Rafnsson.
SR-OPEN 2009 haldið dagana 29. og 30. ágúst á skotvelli Skotíþróttafélags Reykjavíkur á skotvelli félagsins á Álsnesi.
Sigurþór Jóhannesson SÍH með nýtt Íslandsmet í SKEET bæði með og án úrslita.
Á Reykjavík Open sem haldið var 29. og 30. ágúst hjá Skotfélagi Reykjavíkur náði Sigurþór Jóhannesson þeim frábæra árangri að bæta Íslandsmetið í SKEET um eina dúfu og um tvær dúfur með úrslitum. Án úrslita er skotið á 125 dúfur þar sem Sigurþór hitti 119 þeirra og eftir 25 dúfur í úrslitum hafði hann brotið 142 dúfur og bætt eigið met um tvær dúfur. Gamla metið án úrslita átti Gunnar Gunnarson hjá SFS 118. Á það má benda að það munaði 7 dúfum á næsta manni eftir venjulega keppni og 9 dúfum að úrslitum loknum. Það og að Olympiu lámarkið er 114 dúfur sýnir glögglega hversu frábærum árangri Sigurþór er að ná.
Eins og sjá má í fréttinni hér að neða varð Sigurþór Íslandsmeistari í SKEET 2009. Það má því segja að Sigurþór sé að uppskera árangur erfiðisins á hárréttum tíma.
Eftir fyrri dag keppninnar var keppendum skipt í tvo flokka A og B þannig að 8 efstu menn kepptu sín á milli í A flokki og hinir kepptu sín á milli í B flokki. Sigurþór varð eins og áður hefur komið fram í fyrsta sæti í A flokki en í fyrsta sæti í B flokki varð einnig keppnismaður SÍH Hörður Sigurðsson. Stjórn SÍH óskar þeim félögum og þjálfara þeirra Hreimi Garðarssyni innilega til hamingju með árangurinn.

Album was created 9 years 5 months ago and modified 9 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 44 files
 
Íslandsmótið í Skeet 2009
Aug 16, 2009

Myndir:Óskar Þórðarson:
Sigurþór Jóhannesson varð Íslandsmeistari 2009 á Íslandsmótinu í SKEET sem haldið var í Þorlákshöfn 15. og 16. ágúst. Eftir venjulega keppni leiddi Sigurþór með 116 dúfur en fast í kjölfarið fylgi Gunnar Gunnarson úr SFS með 114 dúfur. Sigurður Áki Sigurðsson SA og Hákon Þór Svavarsson SFS þurftu að gera út um það með bráðabana hvor þeirra kæmist í úrslit með 109 dúfur. Það má því fullyrða að það hafi verið mjög gott skor í mótinu. Það varð Hákon sem hafði betur og komst inn í úrslit sem sjötti maður. Úrslitin voru síðan ótrúlega spennandi því Sigurþór mátti ekki gera mikil mistök til að halda forskotinu til enda. Það var síðan ekki fyrr en á síðasta palli þegar Gunnar, sem skaut á undan Sigurþór missti dúfu að úrslitin voru endanlega ráðin. Sigurþór endaði með 23 dúfur í síðasta hring og 139 alls á meðan Gunnar skaut 22 dúfur og endaði með 136 brotnar dúfur í lokin. Bergþór Pálsson, Markviss vermdi þriðja sætið með samtals 135 dúfur. Hákon Juhlin Þorsteinsson SÍH varð Íslandsmeistari unglinga með 77 dúfur eftir venjulega keppni. Sveit SFS varð Íslandsmeistari í sveitakeppni, sveit Markviss í öðru sæti og sveit SÍH í því þriðja.
Í fyrsta sinn á Íslandi var keppt um Íslandsmeistaratitil í öldungaflokki og þar varð hlutskarpastur Halldór Helgason SFS, í öðru sæti Gunnar Þórarinsson úr SFS og Kristinn Rafnsson í því þriðja.

Album was created 9 years 5 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 123 files
 
Norway Grand Prix 2009
Jul 26, 2009

Myndir frá Norway Grand Prix sem fram fór í Sandefjord dagana, 25. og 26. júli 2009
Myndir Kristinn Rafnsson.

Album was created 9 years 6 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 39 files
 
SÍH OPEN 2009
Jul 5, 2009

SÍH OPEN var haldið í fimmta sinn í ár. Auk þess á SÍH tíu ára viðveruafmæli á Iðavöllum sem voru vígðir 5. júní 1999. SÍH OPEN fór fram í frábæru veðri og við frábæra stemmingu. Sem fyrr var hópnum skipt í tvennt að keppni lokinni fyrri dagin. Síðari daginn var því keppt í flokki A og B. Ellefu efstu eftir fyrri daginn lentu í flokki A og ellefu neðstu í flokki B. Úrslit í B flokki urðu, Gunnar Gunnarsson SFS í fyrsta sæti, Friðrik Þór Hjartarson SÍH í öðru sæti og Hörður Sigurðsson SÍH í því þriðja. Í A flokki varð Hákon Svavarsson SFS hlutskarpastur, Garðar Guðmundsson SFS varð annar og Örn Valdimarsson þriðji. Herleg lambakjötsveisla var að loknum fyrri keppnisdegi. Dómari var Kristinn Rafnsson, mótstjóri Ferdinand Hansen, starfsmaður Kári Grétarsson og mynda- og eldamennska var á ábyrgð Óskars Þórðarsonar.

Album was created 9 years 6 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 274 files
 
Skandinavian Open 2009 (2)
Album was created 9 years 7 months ago and modified 9 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 54 files
 
Skandinavian Open 2009 (1)
Album was created 9 years 7 months ago and modified 9 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 58 files
 
Innanfélagsmót 2. maí 2009
May 2, 2009

Myndir: Óskar Þórðarson

Album was created 9 years 9 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 130 files
 
Anders Már Þráinsson hlýtur heiðursmerki ÍBH
Apr 26, 2007

Anders Már Þráinsson var heiðraður silfurmerki ÍBH af stjórn Íþróttabandalags Hafnarfjarðar á 46. þingi bandalagsins sem haldið var sunnudaginn 26. apríl. Anders hefur setið í stjórn SÍH frá árinu 1999 og lengst af verið ritari félagsins. Auk þess hefur hann, fyrir hönd SÍH setið í stjórn ÍBH í sex ár eða frá árinu 2003 og var í þinginu tilnefndur til að sitja þar næstu tvö árin, að minnsta kosti. Hann hefur alla tíð verið ötull í að vinna málefnum SÍH framgang og m.a. hefur alfarið séð um halda reiður á notkun og innheimtu vegna notkunar æfingastjóra og annarra á leirdúfum á Iðavöllum. Stjórn SÍH óskar Anders innilega til hamingju með þessa heiðursviðurkenningu.

Album was created 9 years 9 months ago and modified 9 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  2 views
  • 2 visitors
  • 1 files
 
Landsmót STÍ á Iðavöllum

Myndir: Óskar Þórðarson og Kristinn Rafnsson

Album was created 9 years 9 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 122 files
 
Árshátíð SÍH 2009
Apr 18, 2009

Árshátíð SÍH var haldinn laugardaginn 18. apríl. Allir áttu að mæta í veiðigalla.

Album was created 9 years 9 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 39 files
 
Árshátíð SÍH 2009
Apr 18, 2009

Árshátíð haldin í félagsheimili SÍH að Iðavöllum. Myndir: Kristinn Rafnsson

Album was created 9 years 9 months ago and modified 9 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 23 files
 
Unnið við félagsheimilið
Apr 13, 2009

Myndir: Kristinn Rafnsson

Album was created 9 years 9 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 14 files
 
Innanfélagsmót 9. Apríl 2009

Myndir: Óskar Þórðarson og Kristinn Rafnsson

Album was created 9 years 9 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 113 files
 
Landsliðsæfing á Iðavöllum
Mar 29, 2009

Landsliðsæfing með Peeter Pakk á Iðavöllum.

Myndir: Óskar Þórðarson

Album was created 9 years 10 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 64 files
 
Fundur æfingastjóra
Mar 19, 2009

Fjölmennur fundur æfingastjóra þar sem kynntar voru nýjar reglur og starfshættir fyrir árið 2009.

Album was created 9 years 10 months ago and modified 9 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 8 files
 
Innanfélagsmót 7.Mars 2009
Mar 10, 2009

Myndir : Óskar Þórðarson

Album was created 9 years 10 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 60 files
 
Aðalfundur SÍH 2009
Album was created 9 years 11 months ago and modified 6 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 11 files
 
Innanfélagsmót 7. feb 2009
Feb 7, 2009

Myndir: Óskar Þórðarson

Album was created 9 years 11 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 64 files
 
Iðavellir í vetrarham
Jan 29, 2009
Album was created 9 years 11 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 14 files