Public Home > 2011 Starfsemi SÍH
       

2011 Starfsemi SÍH

 
Síðasti dagur ársins
Dec 31, 2011

Nokkrir félagsmenn mættu kl. 9.30 á gamlársdagmorgun og nutu þess að borða saman þjóðlegan morgunverð að Iðavöllum.
Að því loknu fóru nokkrir og tóku síðustu hringi ársins á skeetvellinum.

Album was created 7 years ago and modified 7 years ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 13 files
 
Stefnumótunarfundur SÍH
Dec 15, 2011

Árlegur stefnumótunarfundur SÍH var haldinn að Iðavöllum 15. desember.
Byrjað var á að skoða niðurstöðu úr skoðannakönnun félagsin um ánægju félagsmanna. Síðan var árangur síðasta árs skoðaður og metinn. Það kom í ljós að stærstur hluti markmiða síðasta árs hafði náðst og gott betur. Stefnan var endurskoðuð en ekki gerðar neinar breytingar. Hinsvegar voru sett ný markmið fyrir nætsa ár og verkefni skilgreind til að ná þeim.

Album was created 7 years 1 month ago and modified 7 years 1 month ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 6 files
 
Lokamót SÍH
Sep 17, 2011

Lokamót SÍH
Það var slagveður á föstudaginn og það er slagveður í dag sunnudag en samkvæmt venju var frábært veður þegar lokamót SÍH var haldið í gær.

Keppt var um þrjá titla, Skotmaður SÍH , Skotkona SÍH og Trappari SÍH en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í Nodisk Trap á lokamótinu. Keppt var án forgjafar eins og venja er á lokamóti SÍH þó árangurinn sé metin til forgjafar á öðrum innanfélagsmótum.

Titilinn Skotmaður SÍH vann Sigurþór Jóhannesson en þetta er í sjötta sinn sem hann ber þennann veglega titil. En Sigurþór hefur unnið alla titla í skeet árið 2011, hann er Íslansmeistari karla, Íslandsmeistari í sveitakeppni, Bikarmeistari og nú Skotmaður SÍH. Dagný Huld Hinriksdóttir vann titilinn Skotkona SÍH og gamla kempan Hreimur Garðarsson öðlaðist titilinn Trappari SÍH 2011.

Að lokinni keppni var haldin uppskeruhátíð enda ærið tilefni til, því árangur félagsins á árinu hefur verið hreint stórkostlegur. Íslandsmeistaratitlar í kvenna- og karlaflokki bæði í einstaklings- og sveitakeppni ásamt Bikarmeistaratitli í karlaflokki og sveitakeppni.

Á uppskeruhátíðinni var þeim veitt viðurkenning sem skotið höfðu 25 dúfur á árinu en það voru þeir Hörður Sigurðsson, Pétur T. Gunnarsson og Sigurþór Jóhannesson en Sigurþór bætti um betur og skaut 25 dúfur í úrslitum á sjálfu lokamótinu. Auk þess var Glerborg veitt viðurkenning sem velgjörðaraðila félagsins þetta árið. Jakob Þór Leifsson var veitt viðurkenning fyrir að vera valinn "Æfingastjóri ársins" af félagsmönnum en þetta er annað árið í röð sem Jakob er valinn æfingastjóri ársins. Keppnismenn SÍH gáfu þjálfara sínum Hreimi Garðarssyni stóra mynd af keppnisfólki SÍH árið 2011 sem þakklætisvott fyrir framlag hans í árangri félagsins á árinu.

Að lokum var veittur styrkur úr Mjólkursjóði félagsins sem eins og stendur á viðurkenningarskjalinu sem fylgdi styrknum er hann veittur fyrir óeigingjarnan fjáraustur af mjólkurpeningum heimilisins til ástundunar á skeet. Styrkurinn fór til fjölskyldunar að Fögrukinn 8. Það má sjá myndir frá þessum frábæra degi í hér að neðan og úrslitin má sjá á http://sih.is/2011/mot/lokamot.htm

Album was created 7 years 4 months ago and modified 7 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 87 files
 
Námskeið í mælingu og útreikningi á dreifingu veiðiskota.
Aug 31, 2011

Vel tókt til með námskeið í mælingu og útreikningum á dreifingu veiðiskota. Jafnfram var þátttakendum boðið upp á kanna hverning byssan þeirra passaði þeim. Eins og sjá má á myndunum skein áhugi úr hverju andliti.

Album was created 7 years 4 months ago and modified 7 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 26 files
 
Bikarmeistaramót STÍ 2011
Aug 28, 2011

Myndir Kristinn Rafnsson.
Bikarmeistaramót STÍ varð haldið hjá Skotfélagi Reykjavíkur 27. og 28. ágúst. SR open var fellt að Bikarmeistaramótinu þannig að í raun var um tvö mót að ræða. Bikarmeistaratitilinn fellur þeim í skaut sem hefur staðið sig best á landsmótum sumarsins. Þess vegna er Bikarmeistaratitilinn lang eftirsóttasti titill í skeet enda gefur hann ótvírætt til kynna hver sé besti skotmaður ársins. Þrátt fyrir að lenda í þriðja sæti á Bikarmótinu vann Sigurþór Jóhannesson SÍH Bikarmeistaratitilinn 2011. Þar sem Sigurþór er nú að vinna Bikarmeistaratitilinn í sjötta sinn á sjö árum þarf enginn að velkjast í vafa um að Sigurþór er sterkasti skotmaður í skeet á Íslandi frá upphafi. Þess má geta að Sigurþór er einnig Íslandsmeistari í einstaklings- og liðakeppni ásamt Meistaraflokki 2011. En það var Pétur Gunnarsson SÍH sem varð í fyrsta sæti á mótinu með 114 dúfur eftir venjulega keppni og 23 í úrslitum. Í öðru sæti var síðan Bergþór Pálsson úr Markviss og Sigurþór í því þriða eins og áður segir. Hörður Sigurðsson var síðan þriðji keppnismaður SÍH sem komst í úrslit á Bikarmeistaramótinu og endaði í sjötta sæti. Að úrslitum í Bikarmeistaramótinu loknu fóru fram úrslit í B flokki SR open þar sem SÍH átti 2 keppendur þá Sigurð Jón Sigurðsson og Kristinn Rafnsson en Kristinn varð í öðru sæti. Að lokum voru úrslit í A flokki þar sem sömu menn fóru í úrslit og voru í úrslitum í sjálfu Bikarmeistaramótinu. Það var Pétur Gunnarsson SÍH sigurvegari Bikarmeistaramótsins sem stóð einnig uppi sem sigurvegari SR open og Bikarmeistarinn Sigurþór Jóhannesson SÍH varð í öðru sæti. Sá skotmaður úr Skotfélagi Reykjavíkur sem náði bestum árangri og vann þar með titilinn Reykjavíkurmeistari 2011 var Þorgeir Þorgeirsson. Stjórn SÍH er mjög ánægð með árangur sinna manna í þessu sem og öðrum mótum sumarsins enda hefur félagið unnið alla Íslandsmeistaratitla ársins nema í unglingaflokki sem fór til Húsavíkur. Nú bíða keppendur og aðrir félagsmenn SÍH spenntir eftir lokamóti og uppskeruhátíð SÍH sem verður 17. september.
Bikarmeistari karla 2011 Sigurþór Jóhannesson
Bikarmeistari kvenna 2011 Árný G.Jónsdóttir
Bikarmeistari unglinga 2011 Sigurður U.Hauksson
Sveit SÍH, þeir Sigurþór Jóhannesson, Pétur Gunarsson og Hörður Sigurðsson varð í fyrsta sæti í liðakeppni.

Album was created 7 years 4 months ago and modified 6 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 54 files
 
Íslandsmót í skeet 2011
Aug 7, 2011

Íslandmótið í skeet 2011 var haldið í blíðskapar veðri hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iðavöllum dagana 6. og 7. ágúst. Keppni í kvennaflokki lauk á laugardeginum þar sem Íslandsmeistari kvenna varð Anny Björk Guðmundsdóttir SÍH. Keppni í karla- og unglingarflokki lauk síðan á sunnudeginum.
Eftirtaldir urðu Íslandsmeistarar í flokkum.
- Unglingaflokkur Sigurður Unnar Hauksson frá SH.
- 0. fl. Kristinn Jens Kristinsson frá SFS.
- 3.fl. Guðmundur Pálsson frá SR.
- 2.fl. Jóhannes Pétur Héðinsson frá SFS.
- 1.fl. Hákon Svavarsson frá SFS.
- M.fl. Sigurþór Jóhannesson frá SÍH.
Sveit SÍH varð Íslandsmeistari í liðakeppni karla með þá Sigurþór Jóhannesson, Jakob Þór Leifsson og Hörð Sigurðsson innanborðs og sveit SÍH varð Íslandsmeistari í liðakeppni kvenna en sveitina skipa Anný Björk Guðmundsdóttir, Helga Jóhannesdóttir og Guðmunda Kristjánsdóttir.
Keppnin um Íslandsmeistaratitil karla var mjög spennandi fram á síðustu stundu þar sem Örn Valdimarsson saxaði stöðugt á sex dúfu forskot Sigurþórs Jóhannessonar eftir venjulega keppni. En Sigurþór náði að standa af sér atlögu Arnars og sigraði að lokum með þriggja dúfu mun og varð þar með Íslandsmeistari karla í skeet 2011.

Album was created 7 years 5 months ago and modified 7 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 164 files
 
Æfingar á Iðavöllum
Jul 25, 2011

Æfingar hafa verið vel sóttar á Iðavöllum í sumar. SÍH tekur þátt í Dúfnaveislu Skotvís og þar af leiðandi geta allir, bæði utanfélagsmenn og aðrir komið á almennar æfingar í júlí og ágúst og skotið á bestu kjörum sem félagsmönnum bjóðast. Því ættu þeir sem ætla til veiða í haust að njóta Dúfnaveisluna og bregða sér á skotæfingu á Iðavöllum eða einhverjum öðrum skotvelli hjá skotíþrótta eða skoveiðifélagi.

Album was created 7 years 5 months ago and modified 7 years 5 months ago
 
20 ára afmælismót Skotfélagsins Markviss
Jul 24, 2011

Landsmót STÍ var haldið á hjá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi dagana 23. og 24. júlí. Markviss hélt jafnframt upp á 20 ára afmæli félagsins að þessu tilefni. Veður var gott en allsterkur vindur báða dagana. Sigurþór Jóhannesson SÍH hafði mikla yfirburði eftir fyrri daginn með 72 brotnar dúfur á meðan næsti keppandi Örn Valdimarsson SR var með 66 dúfur. Sigurþór hélt sínu striki seinni daginn og endaði með að jafna eigið Íslandsmet 119 dúfur eftir venjulega keppni á meðan næsti maður var aðeins með 107. Í úrslitum gerði Sigurþór enn betur og missti aðeins eina dúfu og bætti þar með eigið íslandsmet með úrlsitum um eina dúfu og endaði í 143 dúfum af 150 mögulegum. Í öðru sæti var Örn Valdimarsson með 131 dúfu og í þriðja sæti varð Guðmann Jónasson með 127 dúfur. Sveit SÍH varð í fyrsta sæti í sveitakeppninni, Markviss í öðru sæti og SR í því þriðja. Stórkostlegur árangur hjá Sigurþór og óskar stjórn SÍH honum innilega til hamingju með árangurinn og Skotfélaginu Markviss með afmælið.
Sjá úrslit http://www.sih.is/2011/mot/blonduos.pdf

Album was created 7 years 5 months ago and modified 7 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 120 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
Landsmót STÍ Akureyri
Jul 7, 2011
Album was created 7 years 6 months ago and modified 7 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 96 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
SÍH OPEN 2011
Jul 1, 2011
Album was created 7 years 6 months ago and modified 7 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 148 files
 
Jens og Thomas i Island
Jul 1, 2011
Album was created 7 years 6 months ago and modified 7 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 16 files
 
Landsmót STÍ Húsavík
Jun 18, 2011
Album was created 7 years 7 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 203 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
Skandinavian open 2011
Jun 5, 2011

Keppnisferð á Skandínavían Open 2011

Album was created 7 years 7 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 149 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
Landsmót STÍ Þorlákshöfn dagur 2
May 22, 2011
Album was created 7 years 7 months ago and modified 7 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 47 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
Landsmót STÍ í Þorlákshöfn
May 21, 2011

Dagur 1

Album was created 7 years 8 months ago and modified 6 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 58 files
 
Árshátíð SÍH 2011
Apr 21, 2011

Fæst orð bera minnsta ábyrgð!

Album was created 7 years 9 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 143 files
 
Innanfélagsmót á sumardaginn fyrsta
Apr 21, 2011

Mótið var eitt fölmennasta innanfélagsmót sem haldið hefur verið lengi. Alls 20 þátttakendur og þar af 9 nýliðar sem voru á byrjendanámskeiði. Mótið tókst frábærlega vel þrátt fyrir aðeins hrissingslegt veður. Nýliðar keppu í sér flokki og skutu á 12 dúfur í hverjum hring á meðan það var hefðbundin keppni hjá öðrum. Hjá nýliðunum varð Bergur Ingi Pétursson í fyrsta sæti, Kristinn Sveinsson í öðru sæti og Grétar Bragi Bragason í því þriðja. Hjá þeim reyndari varð nýliðinn í félaginu Pétur Gunnarsson í fyrsta sæti, Hörður Sigurðson í öðru sæti og Sigurþór Jóhannesson í því þriðja eftir bráðabana við Hörð. Frábær dagur.

Album was created 7 years 9 months ago and modified 6 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 29 files
 
Byrjendanámskeið
Apr 15, 2011
Album was created 7 years 9 months ago and modified 7 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Skyndihjálparnámskeið
Apr 13, 2011

Skyndihjálparnámskeið haldið að Iðavöllum 13.4.2011.

Album was created 7 years 9 months ago and modified 7 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 15 files
 
Landsmót STÍ að Iðavöllum
Apr 9, 2011

Fyrsta landsmót ársins fór fram í kolvitlausu slagvirði á Iðavöllum 9. apríl. Þátttaka var frábær, 23 keppendur alls. Sigurþór Jóhannesson SÍH varð í fyrsta sæti eftir bráðabana við Hörð Sigurðsson SÍH. Sveitir SÍH urðu í þrem efstu sætunum. Sjá úrslit. http://sih.is/2011/mot/lm110409.htm

Album was created 7 years 9 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 114 files
 
Kvennaæfing með erlendum þjálfurum.
Apr 2, 2011

Helgina 1. til 3. apríl fer fram kennsla og þjálfun í SKEET með tveim erlendum þjálfurum. Þarna er á ferðinni tvær konur í fremstu röð í íþróttinni. Þær heita Maria Olofsson og Bernadette Müller.
Þær munu nota helgina til að leiðbeina og þjálfa íslenskar konur í SKEET. Þetta er einstakur atburður sem vonandi verður íþróttinni til mikils framdráttar.

Album was created 7 years 9 months ago and modified 7 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 10 files
 
Keppnismannaæfing
Mar 26, 2011

Myndir:Óskar Þórðarson

Album was created 7 years 9 months ago and modified 6 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 25 files
 
Nýir félagsbúningar
Mar 25, 2011

Ákveðið var að hanna nýja félagsbúninga fyrir félagsmenn og keppendur. Myndirnar er teknar þegar búningarnir voru vígðir og þjálfara félagsins var afhent eitt eintak.

Album was created 7 years 9 months ago and modified 7 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 7 files
 
Æfingastjórafundur
Mar 24, 2011

Fundur með æfingarstjórnum var haldinn fimmtudaginn 24. mars. Farið var yfir stefnu félagsins og hlutverk æfingastjóra. Einng var gerð hættugreining og áhættumat á öllum verkþátum sem æfingastjórar og nefndarmenn félagsins eru ábyrgir fyrir.

Album was created 7 years 9 months ago and modified 7 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 2 files
Óskar Þórðarson SÍH
 
Innanfélagsmót 5. Febrúar
Feb 5, 2011
Album was created 7 years 11 months ago and modified 7 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 50 files