Public Home > 2013 Starfsemi SÍH
       

2013 Starfsemi SÍH

 
Gamlársdagur
Dec 31, 2013

Hópur félagsmanna kom saman á gamlársdagsmorgun, borðaði góðan morgunmat og skaut síðan nokrar leirdúfur.

Album was created 5 years ago and modified 5 years ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 14 files
 
Rjúpnatrapp 2013

Til mynningar þess að búið er að taka af veiðimönnum þá áratuga löngu hefð að fá að hefja veiðar á rjúpu 15. október var haldið skotmót á Iðavöllum. Í grunninn var keppt eftir reglum fyrir Norrænt trap en þó með því frábrigði að í stað þess að dúfurnar kæmu bara óreglulega í láréttu flugi þá komu þær einnig í óreglulegu lóðréttu flugi. Keppendur gátu mætt þegar þeim hentaði frá kl. 14:00 til kl. 17:00 og skotið á þrisvar sinnum 25 dúfur. Síðan máttu þeir velja tvo bestu hringina til áragurs í mótinu. Að því loknu fóru fimm stigahæstu þáttakendur í úrslit. Í úrslitum var skotið á hvítmálaðar flass dúfur sem jók mjög á upplifun bæði keppenda og áhorfenda. Þáttaka var frábær og allir skemmtu sér konunglega.

Að loknum úrslitum stóð Stefán Geir Stefánsson uppi sem sigurvegari, Stefán Örn Stefánsson, sonur Stefáns Geirs varð í öðru sætil og Gunnar Þór Þórarnarson í því þriðja.

Veitt voru vegleg verðlaun í formi bikara með útskorinni mynd af rjúpu á toppnum. Myndinn af rjúpunni er unnin útfrá mynd sem Pétur Alan Guðmundsson tók en hann á í fórum sínum margar frábærar rjúpnamyndir sem hann hefur tekið á síðustu misserum.

Það er ekki spurning að þessi uppákoma verður endurtekinn svo lengi sem við fáum ekki að veiða rjúpu 15. október eins og lög gera ráð fyrir að sé mögulegt.

Album was created 5 years 2 months ago and modified 5 years 2 months ago
 
Vinnudagur á Iðavöllum
Sep 28, 2013

Harðsnúið lið mætti og byrjaði að slá upp fyrir nýjum Skeet velli.

Album was created 5 years 3 months ago and modified 5 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 11 files
 
Skyttan 2013 Kvennamót
Sep 21, 2013

Kvennamótið Skyttan var haldið í annað sinn í ár og að þessu sinni hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar á Iðavöllum. Á síðasta ári var mótið haldið hjá Skotreyn og áætlað að ári verði það haldið hjá Skotfélagi Reykjavíkur.

Keppt var í tveimur flokkum, flokki nýliða og lengra komra. Í nýliðflokknum voru skotið á 16 dúfur í hring og skotnir þrír hringir. Þar varð Lísa Óskarsdóttir frá SR í fyrsta sæti með 29 dúfur í öðru sæti varð Ásrún Ósk Bragadóttir frá SÍH með 23 dúfur og Ása Jakopsdóttir frá SR í þriðja með 14 dúfur.

Í flokki lengra kominna var skotið hefðbundið skeet með 25 dúfur í hring, samtals 3 hringir. Helga Jóhannsdóttir frá SÍH varð í fyrsta sæti með 34 dúfur, Árný G. Jónsdóttir í öðru sæti með 32 og Guðbjörg Konráðsdóttir frá SÍH í því Þriðja með 26.

Alls tóku 11 konur þátt í mótinu þar af 4 nýliðar. Mótið tókst í alla staði vel og skemmtu keppendur og gestir sér konunglega í frábæru veðri við bestu aðstæður á Iðavölum.

Album was created 5 years 3 months ago and modified 5 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 30 files
 
Lokamót SÍH og uppskeruhátíð

Þátttakendur og gestir skemmtu sér stórkostlega á lokamóti og uppskeruhátíð SÍH sem var haldið laugardaginn 14. september. Á mótinu var keppt um þrjá titla. Skotmann SÍH í skeet, Skotkonu SÍH í skeet og Skotmann SÍH í nordisk trap. Þátttekendur voru 19 og þar af einn gestur í kvennaflokki. Það var mikil spenna fram á síðustu stundu og ekki síst í skeet þar sem nýtt fyrirkomulag í úrslitum gerir keppnina bæði spennandi og skemmtilega fram að síðustu dúfu fyrir bæði keppendur og áhorfendur.

Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir með einni dúfu sem hún náði á síðasta palli á móti Hrafnhildi Hrafkellsdóttir. Í karlaflokki í skeet sigraði Sigurþór Jóhennesson eftir keppni við Kristinn Rafnsson um fyrsta sætið. Pétur Gunnarsson varð í þriðja sæti eftir keppni við Hörð Sigurðsson. Í nordisk trap sigraði Stefán Geir Stefánsson, í öðru sæti varð Anders Már Þráinsson og í því þriðja varð Kristinn Gísli Guðmundsson.

Uppskeruhátíðin hófst síðan kl. 18:00 þar sem mikil gleði ríkti fram eftir kvöldi. Veittar voru viðurkenningar fyrir árangur og vel unnin störf í þágu félagsins þar sem eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

- Víðir Guðjónsson fyrir að verað valinn æfingarstjóri ársins af félagsmönnum.
- Jakob Þór Leifsson fékk viðurkenningu fyrir að skjóta 25 dúfur í hring á landsmóti á Blönduósi.
- Sigurþór Jóhannesson fékk viðurkenningu fyrir að skjóta tvisvar sinnum 25 dúfur í hring á Skandinavia open.
- Helga Jóhannsdóttir fékk viðurkenningu fyrir að slá Íslandsmet kvenna Á Akureyri 13. júlí
- Sigurþór Jóhannesson fékk viðurkenningu fyrir að slá Íslandsmet í karlaflokki á Skandinavia open
- Sveit kvenna fékk viðurkenningu fyrir að verða Íslandmeistarar kvenna 2013 en sveitina skipuðu Helga Jóhannsdóttir, Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir og Anný Guðmundsdóttir.
- Sigurþór Jóhannesson fékk viðurkenningu fyrir að skjóta allar 16 dúfurnar í úrslitum á Lokamótinu.
Þetta er í fyrsta sinn sem þeim árangri er náð í keppni á Íslandi.

Eftir efhendingu á viðurkenningunum var sest til borðs þar sem menn og konur nutu grillaðs lambakjöts að hætti Stefán Geirs Stefánssonar. Það var síðan kátt á hjalla langt fram eftir kvöldi eins og sjá má af myndum frá mótinu og hátíðinni.

Album was created 5 years 3 months ago and modified 5 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 127 files
 
Bikarmót STÍ 2013
Sep 8, 2013

Bikarmót STÍ var haldið laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. september hjá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar að Iðavöllum. Samtals voru 20 þátttakendur skráðir til leiks en þegar yfir lauk höfðu 7 þeirra forfallast. Keppt var bæði í kvenna og karlaflokki. Bikarmeistari verður sá sem hefur flest stig að loknum fjórum mótum að bikarmótinu meðtöldu. Í kvennaflokki voru það þrjár konur sem slógust um bikarinn sem endaði þannig að Dagný Hinriksdóttir var með 44 stig, Helga Jóhannsdóttir með 57 stig og Snjólaug Jónsdóttir með 60 stig og þar með Bikarmeistari kvenna 2013. Í karlaflokki voru fleiri sem áttu möguleika á titlinum. En þegar upp var staðið þá var Guðmann Jónasson með 53 stig, Sigurður Unnar Hauksson með 54 stig og Guðlaugur Bragi Magnússon með 59 stig og þar með Bikarmeistari karla árið 2013.
Einnig voru veitt verðlaun fyrir árangur í mótinu sjálfu þar sem það var sama röð í kvennaflokki. Í karlaflokki varð Sigurður Unnar í þriðja sæti, Guðlaugur Bragi í öðru sæti og Örn Valdimarsson í því þriðja.

Album was created 5 years 4 months ago and modified 5 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 51 files
 
Íslandsmót 2013
Jul 28, 2013

Íslandsmótið í Skeet var haldið á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands dagana 27. og 28. júlí.
Íslandsmótið í skeet fór fram hjá Skotíþróttafélagi Suðurlands 27. og 28. júlí. Keppt var um Íslandsmeistaratitla í unglinga-, kvenna- og karlaflokki. Íslansmmeistari unglinga varð Sigurður Unnar Hauksson frá Skotfélagi Húsavíkur. Íslandsmeistari í kvennaflokki varð Snjólaug M. Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss á Blönduósi en Anný Guðmundsdóttir frá SÍH varð í þriðja sæti. Sjólaug sló einnig Íslandsmet kvenna og skaut sig upp um flokk fyrst kvenna á Íslandi. Frábær árangur hjá henni. Íslandsmeitari karla varð Ellert Aðalsteinsson frá Skotfélagi Reykjavíkur. Kvennasveit SÍH varð Íslandsmeistari í liðakeppni. Alls voru tólf keppendur frá SÍH en enginn þeirra átti sinn besta dag að þessu sinni og komst enginn þeirra í úrslit í karlaflokki.
Stjórn SÍH óskar sigurvegurum dagsins innilega til hamingju með árangurinn.
Úrslit. http://www.sih.is/images/Doccuments/starfsemin/urslitmota/islandsmot_2013.pdf

Album was created 5 years 5 months ago and modified 5 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 52 files
 
SÍH open 2013
Jul 7, 2013

SÍH open var haldið í níunda sinn dagana 6. og 7. júlí. Þátttakendur voru 32, þar af 10 útlendir gestir frá 4 löndum. Ceyman Island, Grænlandi, Damörku og Bretlandi. Þrátt fyrir mikla hrakspá með veður var enginn sem blotnaði þar sem aðeins kom einstaka dropi úr lofti. Vindur var talsverður en mikill gróður á Iðavöllum hlífði þátttakendum eins og besta skjólgirðing. Keppt var samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi eftir síðustu Olympiuleika. Eftir fyrsta dag var keppendum skipt upp í tvo flokka A og B, eftir getu. Að lokinni venjulegri keppni var keppt til úrslita í báðum flokkum, 6 keppendur úr hvorum flokki. Í B flokki varð Grænlendingurinn Brian Wallbohm í fyrsta sæti, Brynjar Þór Guðmundsson frá Skotfélaginu Markviss í öðru sæti og Þórður Kárason frá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar í því þriðja. Í A flokki sigraði Sigurþór Jóhannesson, Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Í öðru sæti varð Englendingurinn Allan Warren og í því þriðja Guðmann Jónasson frá Skotfélaginu Marviss. Á laugardeginum var að venju boðið til veglegrar grillveislu þar sem þátttakendum og fjölskyldum þeirra var boðið upp á frábært grillað lambakjöt í boði Glerborgar. Óhætt er að fullyrða að þátttakendur héldu allir glaðir heim að móti loknu eftir frábæra helgi sem fór fram úr björtustu veðurfarsvonum. Mótstjóri og stjórn SÍH þakkar þáttakendum, þeim sem undirbjuggu mótið, dómara og aðstoðarfólki fyrir frábæra helgi.

Úrslit: https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0ApTc0GCue4wZdDByeXM3N1FXbmhWRF9aeUllcFZ6Y3c&output=html

Album was created 5 years 6 months ago and modified 5 years 6 months ago
 
Allt að gerast á Iðavöllum.

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á Iðavöllum við að flytja trapvöllin austur fyrir skeetvölinn til að rýma fyrir öðrum skeetvelli. Síðustu daga hefur orðið stórbreyting á svæðinu við að búið er að sá, planta, flytja tré og gera gögnustíga.

Album was created 5 years 6 months ago and modified 5 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files
 
Landsmót á Blönduósi
Jun 23, 2013

Við keppnisfólk SÍH þökkum Markviss fyrir frábærar móttökur og frábært mót. Við munum mæta aftur að ári. Það má sjá úrslitin á https://docs.google.com/spreadsheet/ccc?key=0AtYyia2bp7n8dERLTzl6N2Nyck92d3V5VHFZYjFaVmc#gid=0

Album was created 5 years 6 months ago and modified 5 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 76 files
 
STÍ mót í Keflavík

Landsmót STÍ í Skeet var haldið í Keflavík dagana 18. og 19. maí.

Album was created 5 years 7 months ago and modified 5 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 30 files
 
Innanfélagsmót
May 11, 2013

Innanfélagsmót í skeet og nordisk trap.

Album was created 5 years 8 months ago and modified 5 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 31 files
 
STÍ mót á Iðavöllum

Fyrsta STÍ skeet mótið á árinu var haldið á Iðavöllum 27. og 28. apríl.

Album was created 5 years 8 months ago and modified 5 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 45 files
 
Námskeið í haglabyssuskotfimi
Apr 17, 2013
Album was created 5 years 8 months ago and modified 5 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 43 files
 
Innanfelagsmót 13. apríl 2013

Innanfélagsmót í Skeet og Nordisk trapp haldið á Iðavöllum 13. apríl 2013

Album was created 5 years 8 months ago and modified 5 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 33 files
 
Árshátíð SÍH 2013

Árshátíð SÍH var haldin á Skírdag 28. mars á Iðavöllum

Album was created 5 years 9 months ago and modified 5 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 58 files
 
Innanfélagsmót 28.03.2013

Annað innanfélagsmót ársins var haldið á skírdag. Keppt var á nýja trapvellinum þó ekki hafi verið um formlega víxlu að ræða en hún kemur síðar. Í skeet var skotið samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi um áramót. Ekki er að finna annað en nýtt fyrirkomulag í úrslitum sé að koma vel út, allavega fyrir áhorfandann.
Það má sjá úrslitin á heimasíðunni undir "Starfsemin /mótaskrá og úrslit móta"

Album was created 5 years 9 months ago and modified 5 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 53 files
 
Langur dagur á Iðavöllum
Mar 23, 2013

Trappvöllurinn fluttur fyrir seinna kaffi og móttaka á gestum kl. 14:30

Album was created 5 years 9 months ago and modified 5 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 44 files
 
Aðalfundur SÍH 2013
Feb 21, 2013

Aðalfundur SÍH var haldin á Iðavöllum fimmtudaginn 21. febrúar 2013

Album was created 5 years 10 months ago and modified 5 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 9 files
 
Innanfélagsmót 16.feb 2013
Feb 16, 2013

Fyrsta innanfélagsmót á þessu ári.

Album was created 5 years 10 months ago and modified 5 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 20 files
 
Stefnumótunarfundur SÍH
Feb 14, 2013

Stefnumótunarfundur SÍH fyrir árið 2013 haldin á Iðavöllum 14. febrúar.

Album was created 5 years 10 months ago and modified 5 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 8 files
 
Vinnudagur á Iðavöllum
Feb 9, 2013

Unnið við nýja trappvöllinn. Myndir Kristinn Rafnsson

Album was created 5 years 11 months ago and modified 5 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 13 files
 
Vinna við Trappvöll
Jan 26, 2013

Vinnudagur á Iðavöllum 26.01.2013

Album was created 5 years 11 months ago and modified 5 years 11 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 19 files
 
Vinnudagur á Iðavölllum
Jan 12, 2013

Unnið við nýjan trappvöll.

Album was created 6 years ago and modified 6 years ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files
 
Vinnudagur á Iðavöllum
Jan 5, 2013

Unnið við nýjan trappvöll.

Album was created 6 years ago and modified 6 years ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 7 files