Public Home > 2014 starfsemi SÍH
       

2014 starfsemi SÍH

 
Gamlársdagur 2014
Dec 31, 2014

Árið hvatt með villibráð, síld og nokkrum skotum.

Album was created 4 years ago and modified 4 years ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 8 files
 
Kraftaverkið á Iðavöllum
Oct 22, 2014

Hér sjáið þið afrakstur ótrúlegs dugnaðar, nýi skeetvöllurinn grasi lagður. Síðustu handtökin voru engu lík þegar hópur félagsmanna kom og lagði 800 m2 af torfi á tveim tímum. Einstakt lið.

Album was created 4 years 2 months ago and modified 4 years 2 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 11 files
 
Járnað og steypt
Oct 16, 2014

Lokið var við að járna og steypa palla á nýja skeetvellinum í seinustu og þessari viku.

Album was created 4 years 2 months ago and modified 4 years 2 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 14 files
 
Rjúpnatrapp
Oct 15, 2014

Til mynningar þess að búið er að taka af veiðimönnum þá áratuga löngu hefð að fá að hefja veiðar á rjúpu 15. október var haldið skotmót á Iðavöllum.

Líkt var eftir rjúpnveiðum með því að fylgja reglum fyrir Norrænt trap en þó með því frábrigði að dúfurnar komi bæði í óreglulegu láréttu og lóðréttu flugi.

Keppendur gátu mætt þegar þeim hentaði frá kl. 12:00 til kl. 17:00 og máttu skjóta á þrisvar sinnum 25 dúfur. Síðan máttu þeir velja tvo bestu hringina til áragurs í mótinu. Þeir sem mættu seint fengu þó ekki tækifæri til að nýta sér þetta vegna tímaleysis og skutu einungis tvo hringi.

Fimm efstu menn kepptu síðan til úrslita þar sem skotið var á 25 dúfur til viðbótar. Þeir sem komust í úrslit fengu þá upphefð að fá að skjóta á hvítmálaðar flassdúfur. En eins og rjúpurnar eru ekki orðnar alveg hvítar á þessum árstíma þá voru flassdúfurnar með brúnu ívafi sem gerði það að verkum að í rökkrinu var upplifunin eins og að skjóta á rjúpur við sömu aðstæður.

Að úrslitum loknum kom í ljós að Svavar Ragnarsson hélt forustunni sem hann hafði haft og stóð þar með uppi sem sigurvegari dagsins.
Gunnar Þór og Jón Valgeirsson þurftu að fara í bráðabana um annað sætið,
Eftir nokkrar tilraunir endaði Gunnar í öðru sæti og Jón í því þriðja

Album was created 4 years 2 months ago and modified 4 years 2 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 35 files
 
Lokamót SÍH og uppskeruhátíð 2014
Sep 13, 2014
Album was created 4 years 3 months ago and modified 4 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 69 files
 
Uppsláttur
Aug 30, 2014

Unnið við að slá upp fyrir nýja skeet vellinum

Album was created 4 years 4 months ago and modified 4 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 7 files
 
2014-08-18_Grænland

Nuuk Open 2014 var haldið í fyrsta sinn dagana 16. og 17. ágúst. Tveir fulltrúar SÍH tóku þátt í mótinu, þeir Kristinn Rafnsson og Ferdinand Hansen. Þrátt fyrir að mótið væri fámennt voru allar reglur í heiðri hafðar og mótið í alla staði til mikillar fyrirmyndar. Til að mynda var keppt í flokki A og B, keppendur fengu rásnúmer, línuverðir voru til staðar og keppt var til úrslita í báðum flokkum.

Völlurinn hjá Godthåb Jagtforening þar sem mótið var haldið er einstakur, útsýni út á fjörðinn og svartar dúfurnar bera við himinn allan tíman. Vallarstæðið samanstendur af þrem mismunandi skotvöllum, skeet, jagtskydning og trap, allt mjög haganlega fyrirkomið.

Gestrisni heimamanna endurspeglaðist í frábærum og hlílegum móttökum þar sem boðið var upp á skemmtisiglingu um fjörðinn með tilheyrandi skot- og fiskveiði.

Það er nokkuð víst að fulltrúar SÍH munu mæta aftur síðar og vona að aðrir skeet áhugamenn og konur fái tækifæri til að gera slíkt hið sama.

Kristinn og Ferdinand færa þeim félögum í Nuuk innilegustu þakkir fyrir algjörlega ógleymanlegar stundir.

Album was created 4 years 4 months ago and modified 4 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 154 files
 
SÍH open 2014

SÍH open var haldið í tíunda sinn laugardaginn 5. júlí og sunnudaginn 6. júlí.
Mótið gekk vel í alla staði þrátt fyrir strekings vind á laugardeginum.

Að venju var haldin vegleg grillveisla að lokinn keppni á laugardeginum þar sem góður rómur var gerður að frábærri eldamennsku grillmeistarans.

Keppendur voru 26 og koma frá Íslandi, Grænlandi og Englandi.

Keppendur voru flokkaðir í flokk A og B eftir árangri að lokinni keppni á laugardeginum. Á sunnudeginu var síðan keppt til úrslita í báðum flokkum.

Úrslit voru eftirfarandi:
B- flokkur.
Fyrsta sæti: Hörður Sigurðsson
Annað sæti: Katy Poulsom
Þriðja sæti: Sigtryggur Karlsson.

A- flokkur.
Fyrsta sæti: Sigurður Unnar Hauksson
Annað sæti: Sigurþór Jóhannesson
Þriðja sæti: Kjartan Örn Kjartansson

Þess má geta að sigurvegari mótsins, Sigurður Unnar er yngsti keppandinn á mótinu fæddur 1994.

Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 142 files
 
Íslandsmót í Norrænu trappi 2014

Það var söguleg stund þegar fyrsta Íslandsmótið í Norrænu trappi var haldi dagana 21. og 22. júní að Iðavöllum í Hafnarfirði,

Þetta er fyrsta Íslandsmótið í þessari grein. Keppendur voru 17 frá þrem skotíþróttarfélögum.

Keppt var í kvennarflokki, unglingaflokki og karlaflokki, auk þess sem veitt eru verðlaun í öldungaflokki.

Mikil taugaspenna einkenndi mótið, sem kom fram í sveiflukendum árangri keppenda, enda margir Íslandsmeistaratitlar í boði.

Úrslit urðu eftirfarandi:
- Stefán Geir Stefánsson varð Íslandsmeistari öldunga
- Sveit SÍH varð Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna
- A sveit SÍH varð Íslandsmeistari í sveitakeppni karla
- Marinó Eggertsson varð Íslandsmeistari unglinga
- Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir var Íslandsmeistari kvenna
- Stefán Geir Stefánsson varð Íslandsmeistari karla

Þess má geta að allri þessir aðilar eiga hér með gildandi Íslandsmet.

Stjórn SÍH telur þetta mót mikilvægt skref til eflingar og fjölbreyttni fyrir haglabyssuíþróttina og þakkar bæði keppendum, starfsmönnum sem og áhorfendum fyrir frábæra helgi.

Úrlsitin eru undir https://docs.google.com/spreadsheet/pub?key=0ApTc0GCue4wZdE52NVJIeWI0M05CVEpEVGhlZEJMTHc&gid=0


Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 6 months ago
 
Heimsókn til Ósmann
Jun 16, 2014

Formaður og frú fóru og heimsóttu skotfélagið Ósmann á Suðarárkróki. Þar hefur átt sér stað frábær uppbygging og umgengni og snyrtimennska sem við hin eigum að taka til fyrirmyndar. Við þökkum þeim félögum frábærar móttökur og bjóðum þá velkomna að heimsækja okkur að Iðavöllum í framtíðinni.

Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 6 months ago
 
Landsmót STÍ á Blönduósi
Jun 14, 2014

Úrslit í kvennaflokki. Snjólaug Jónsdóttir, Skotfélaginu Markviss í fyrsta sæti, með jöfnun á eigin Íslandsmeti, Lísa Óskarsdóttir SR í öðru sæti og Helga Jóhannsdóttir SÍH í því þriðja. Aðeins var ein sveit, sveit SR sem jafnaði eigið Íslandmet. Úrslit í karlaflokki: Sigurður Jón Sigurðsson SÍH varð í þriðja sæti, Hákon Svavarsson SFS í öðru sæti og Grétar Mar Axelsson SA í því fyrsta. Sjá nánari úrslit á facebook síðu Markviss.

Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 47 files
 
Og enn er smíðað
Jun 12, 2014

Járn sett á gámaþak

Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 11 files
 
Framkvæmdir á Iðavöllum
Jun 7, 2014

Góður dagur á Iðavöllum. Unnið við gáma í frábæru veðri og góðum félagsskap.

Album was created 4 years 6 months ago and modified 4 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 24 files
 
Framkvæmdum á Iðavöllum miðar vel áfram.
Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files
 
SCANDINAVIA OPEN 2014

Þrír félagar úr SÍH tóku þátt í Scandinavian open sem fór fram í Danmörku dagana 31. maí og 1. júní.

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 43 files
 
Vinnudagur á Iðavöllum 24. maí 2014

Sex fræknir kappar mættu og klæddu gáminn sem er markið á nýja skeet vellinum.

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 30 files
 
STÍ mót í Reykjavík.

Annað STÍ mótið í Skeet var haldið í Reykjavík, 17. og 18. maí.

Sigurvegari í kvennaflokki var Snjólaug M. Jónsdóttir, Markviss. Í öðru sæti var Dagný H. Hinriksdóttit SR. Í þriðja sæti var Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir SÍH. a-sveit SR vann liðakeppnina en a-sveit SÍH varð í öðru sæti.

Í karlaflokki sigraði Sigurþór Jóhannesson frá SÍH. Í öðru sæti var Grétar Mar Axelsson úr SA. Í þriðjasæti var Örn Valdimarsson úr SR.
Í liðakeppninni sigraði a-sveit SÍH, í öðru sæti var a-sveit SR og í þriðja sæti í liðakeppninni var b-sveir SR

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 11 files
 
Vinnukvöld á Iðavöllum

Nokkrir félagar komu saman uppi á Iðavöllum og tóku til hendinni á miðvikudagskvöldinu 14. maí.

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 22 files
 
Innanfélagsmót 10. maí 2014

Seinasta innanfélagsmótið þetta vorið var haldið 10. maí 2014.

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 34 files
 
Fyrirlestur um reglur í haglabyssuskotfimi

Miðvikudaginn 7. maí hélt Kristinn Rafnsson fyrirlestur um reglur í haglabyssuskotfimi með áherslu á breytingar sem hafa verið gerðar á skeet. Ein mynd af gróðrinum við nýja Norræna trappvöllin fylgir með.

Album was created 4 years 7 months ago and modified 4 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Námskeið í hagalabyssuskotfimi

Fimm daga námskeiði í haglabyssuskotfimi lauk í gær með keppni á skeet- og trapvellinum. Þetta er fjölsóttasta námskeið í haglabyssuskotfimi sem haldið hefur verið hjá SÍH. Fjöldi þátttakenda varð meiri en fræðslunefnd félagsin átti von á þar sem alls 22 þátttakendur voru á námskeiðinu, bæði unglingar og fullorðnir. En aðstaða á Iðavöllum er góð og nóg af hæfum og viðurkenndum leiðbeinendum hjá félaginu þannig að námskeiðið gekk vonum framar. Námskeiðið byggist á fyrirfram skilgreindri námsskrá þar sem búið er að skilgreina þá þekkingu, færni og hæfni sem þátttakendur mega eiga von á að öðlast með þáttöku sinni. Að námskeiðinu loknu svöruðu þátttakendur ánægjukönnun sem fræðslunefnd mun vinna úr fyrir næsta námskeið. Fræðslunefnd SÍH þákkar þátttakendum fyrir þáttökuna og vonast til að sjá þá alla á almennum æfingum sem og keppnismannaæfningu í framtíðinni.
Það má sjá námsgögnin sem notuð voru má sjá á heimsíðunni www.sih.is undir "Fræðsluefni"

Album was created 4 years 8 months ago and modified 4 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 67 files
 
Landsmót STÍ
Apr 26, 2014

Úrslit úr landsmóti STÍ sem haldið var að Iðavöllum laugardaginn 26. apríl.liggja fyrir.
Í kvennaflokki varð Helga Jóhannsdóttir SÍH í fyrsta sæti, Dagný Hinriksdóttir SR í öðru sæti og í því þriðja varð Lísa Óskarsdóttir SR. Í karlaflokki voru þrjár sveitir, tvær frá SÍH og ein frá SR. A sveit SÍH varð í fyrsta sæti, B-sveit SÍH í örðu sæti og sveit SR í því þriðja.
Í karlaflokki varð Sigurþór Jóhannesson SÍH í fyrsta sæti, bæði með og án úrslita. Í öðru sæti varð Grétar M. Axelsson SA og Sigurður Jón Sigurðsson SÍH í því þriðja eftir bráðabana við Hörð Sigurðsson SÍH.

Album was created 4 years 8 months ago and modified 4 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 63 files
 
Árshátíð SÍH 2014
Apr 17, 2014

Árshátíð SÍH var haldin fimmtudaginn 17. apríl. Eins og myndirnar bera með sér var glatt á hjalla eins og venjulega á slíkum uppákomum hjá félaginu. Skemmtinefnd félagsins á miklar þakkir skilið fyrir frábæra skemmtun. Skemmtinefndina skipa þeir félagar Hörður Sigurðsson, Sigurður Jón Sigurðsson og Gunnlaugur Sigurjónsson.

Album was created 4 years 8 months ago and modified 4 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 77 files
 
Innanfélagsmót
Apr 17, 2014

Innanfélagsmót í skeet og norrænu trappi var haldið á skírdag. Veður var frábært miða við spá og gekk mótið vel í alla staði. Í Norrænu trappi sigraði Kristinn Gísli Guðmundsson með 10 í forgjöf, Margeir Þór Eggertsson með 12 í forgjöf varð í öðru sæti og Stefán Geir Stefánsson með 0 í forgjöf varð í því þriðja.

Í skeet varð Gunnlaugur Sigurjónsson með 12 í forgjöf í fyrsta sæti, Hörður Smári Sigurðsson með 0 í forgjöf í öðru sæti og Kristinn Rafnsson með 0 í forgjöf í því þriðja.

Album was created 4 years 8 months ago and modified 4 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 36 files
 
Námskeið í gerð æfingaáætlana

Námskeið í gerð æfingaáætlana var haldið miðvikudaginn 17. apríl. Ólafur Össur Hansen, íþróttafræðingur fór yfir aðferðafræðina og sýndi ýmis tæki og tól sem hægt er að styðjast við.
Góður rómur var gerður að námskeiðinu sem opnaði mörgum sýn á að hægt er að gera undirbúnig æfingar og keppni mun markvissari og skemmtilegri með aðstoð góðrar áætlunar.

Album was created 4 years 8 months ago and modified 4 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 6 files
 
Innanfélagsmót 22. mars 2014
Mar 22, 2014

Annað innanfélagsmótið í ár var haldið laugardaginn 22. mars.
Átta þáttakendur voru í Skeet og þrír í Norrænu Trappi.

Album was created 4 years 9 months ago and modified 4 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 32 files
 
Æfingastjórafundur á Iðavöllum
Mar 20, 2014
Album was created 4 years 9 months ago and modified 4 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 4 files
 
Steypudagur á Iðavöllum
Album was created 4 years 9 months ago and modified 4 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 26 files
 
Aðalfundur SÍH 2014
Feb 27, 2014

Aðalfundur SÍH 2014 var haldin á Iðavöllum 27. febrúar.

Album was created 4 years 10 months ago and modified 4 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 9 files
 
Stefnumótunarfundur SÍH 2014
Jan 31, 2014
Album was created 4 years 10 months ago and modified 4 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 6 files
 
Fyrsta innanfélagsmótið
Album was created 4 years 10 months ago and modified 4 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 32 files
 
Þjálfaranámskeið ISSF D námskeið
Feb 16, 2014

Skotíþróttasamband Íslands stóð fyrir því að fá Kevin Kilty yfirmann þjálfaramála hjá ISSF til að halda D námskeið í haglabyssuþjálfun. Námskeiðið var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal 13. til 16. febrúar. Þetta var frábært namskeið og framtakið til fyrirmyndar hjá STÍ.
Fjórir félagsmenn SÍH skráðu sig á námskeiði og luku því með 15 spurninga prófi, þeir eru.
Hörður S Sigurðsson, Kristinn Rafnsson, Runólfur Vigfússon og Sigurþór R Jóhannesson.

Album was created 4 years 10 months ago and modified 4 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  3 views
  • 1 visitors
  • 15 files