Public Home > 2015 starfsemi SÍH
       

2015 starfsemi SÍH

 
Morgunstund með Benelli

Í morgun var þriðji sunnudagsmorguninn þar sem félagsmönnum SÍH var boðið upp á kaffi og meðlæti. Að þessu sinnu var meðlætið kryddað með kynningu á nýju Benelli tvíhlaypunni. Eins og myndirnar bera með sér þá var yfir 20% af félagsmönnum mættir í kaffi og Benelli prédikun. Flestir fóru heim með þá trú í hjarta að það væri ekki verra að eiga eina slíka í byssuskápnum. Það er ekki spurning að við hönnunina á þessari byssu hefur verið brugðið frá hefðbundnum aðferðum við byssusmíði og margt af því trúverðugt.

Album was created 3 years 2 months ago and modified 3 years 2 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 9 files
 
Lokamót SÍH
Sep 5, 2015

Lokamót og uppskeruhátíð SÍH var haldið laugardaginn 5.september.
Á lokamótinu var keppt um titlana Skotmaður, Skotkona og Skotunglingur SÍH í skeet og Skotmaður SÍH í Norrænu trappi. Það var Gunnar Þór Þórarnarson sem varð Skotmaður SÍH í Norrænu trappi.
Í skeet var það Marinó Eggertsson sem varð Skotunglingur SÍH, Helga Jóhannsdóttir Skotkona SÍH og Sigurþór Jóhannsson sem var Skotmaður SÍH.
Á uppskeruhátíðinni um kvöldið voru veittar viðurkenningar fyrir unnin afrek á árinu, sem voru all nokkur. Auk þess voru veittar viðurkenningar fyrir miklvæg framlög félagsmanna SÍH til félagsmála og uppbyggingar á Iðavöllum.
Þessar viðurkenningar munu verða byrtar á vefsvæði SIH http://sih.is/index.php/en/starfsemi/uppgjor
Úrslit úr mótinu má sjá á https://docs.google.com/spreadsheets/d/1iyAX5I43mZkItX2eBMGAxMwzs8hj060iDrxX1y-5lZI/pubhtml

Album was created 3 years 3 months ago and modified 3 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 17 files
 
Íslandsmót í Norrænu trappi 2015

Íslandsmót í Norrænu trappi 2015 var haldið laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. ágúst.
Keppt var í flokki karla og kvenna. Engir unglingar tóku þátt að þessu sinni.
Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna varð A- sveit SÍH með þeim Anný Björk Guðmundsdóttir, Hrafnhildi Hrafnkelsdóttir og Kristínu Rut Stefánsdóttir innanborð.
A- sveit SÍH sigraði í karlaflokki með þeim Stefán Geir Stefánssyni, Arne Sólmundssyni og Kristinn Gísla Guðmundssyni.
Í einstaklingskeppni kvenna sigraði Ester Ýr Jónsdóttir eftir spennandi bráðabana við Kristínu Rut.
Ester Ýr er þar með Íslandsmeistari kvenna í Norrænu trappi 2015. Kristín varð í öðru sæti og Anný í því þriðja.
Í karlaflokki sigraði Stefán Geir Stefánsson með nokkrum yfirburðum og er þar með Íslandsmeistari karla í Norrænu trappi 2015.
Kristinn Gísli varð í öðru sæti og Arne í því þriðja. Stefán Geir Stefánsson varð einnig Íslandsmeistari í öldungaflokki. Arne átti hæsta skor dagsins með 23 dúfur af 25.
Sjá úrslit á: www.sih.is

Album was created 3 years 4 months ago and modified 3 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 41 files
 
SÍH open 2015
Jul 4, 2015
Album was created 3 years 5 months ago and modified 3 years 5 months ago
 
Líf og fjör á Iðavöllum
Jun 14, 2015

Það var líf og fjör á Iðavöllum í dag þegar haldin var aukaæfing til að prufukeyra leirdúfukastarana eftir að sérfræðingu DueMatic, Søren Larsen Pedersen hafði yfirfarið vélar og búnað.

Album was created 3 years 6 months ago and modified 3 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 15 files
 
Sérfræðingur frá DueMatic í heimsókn

SÍH fékk Søren Larsen Pedersen sérfræðing hjá DueMatic til að koma til Íslands og yfirfara leirdúfukastara og búnað. Verkið gekk vel og allar vélarnar fengu nýa gerð af kastörmum og annað sem var orðið slitið.
Nú kasta vélarnar svo vel að þær dúfur sem við hittum ekki í Hafnarfirði geta þeir skotið niður þegar þær svífa yfir Þorlákshöfn eða Akranes, eftir því hvort þeim var kastað út turn eða marki.
Það er því allt tilbúið fyrir SÍH open í byrjun næsta mánaðar.

Album was created 3 years 6 months ago and modified 3 years 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 23 files
 
Enn er unnið á Iðavöllum
Apr 14, 2015
Album was created 3 years 7 months ago and modified 3 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 19 files
 
Innanfélagsmót 7. maí
May 7, 2015
Album was created 3 years 7 months ago and modified 3 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 2 files
 
Vinnuhelgi á Iðavöllum
May 9, 2015

Miklil vinna hefur farið fram á Iðavöllum síðustu misserin. Félagið verður 50 ára á þessu ári og er allt kapp lagt á að nýr skeetvöllur verði kominn í gagnið fyrir fyrstu helgina í júlí þegar haldið verður upp á afmælið samhliða SÍH open. En SÍH open verður haldið í 11 sinn. Nú þegar hafa skráð sig all margir erlendir þátttakendur þannig að vonandi verðu þátttaka það góð að þörf yfir nýjan skeetvöll sanni sig strax í upphafi.

Album was created 3 years 7 months ago and modified 3 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 33 files
 
Námskeið í haglabyssuskotfimi
Album was created 3 years 8 months ago and modified 3 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 3 files
 
Landsmót STÍ 18. og 19. apríl
Apr 19, 2015

Þeir félagar úr Skotfélagi Akureyrar komu sáu og sigruðu á landsmótinu á Iðavöllum um helgina með því að raða sér í þrjú efstu sætin.

Grétar Mar Axelsson sigraði mótið í karlaflokki, í öðru sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon og í því þriðja varð Sigurður Áki Sigurðsson.

Í kvennaflokki var það Markvisskonan frá Blönduósi Snjólaug M. Jónsdóttir sem sigraði, Helga Jóhannsdóttir SÍH varð í örðu sæti og Dagný H. Hinriksdóttir SR varð í því þriðja.

Í Norrænu trappi var einungis keppt í karlaflokki og þar var það Arne Solmundsson sem stóð uppi sem öruggur sigurvegari, 9 dúfum á undan næsta keppanda. Anders Már Þráinsson varð í öðru sæti og Kristinn Gísli Guðmundsson í því þriðja.

Nánar um úrslitin hér. https://docs.google.com/spreadsheets/d/1AkD8pLcNVQUZIyp15yJxARX8E14OlGPdQD31ePk9Bgc/pub?output=html

Album was created 3 years 8 months ago and modified 3 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 6 files
 
Árshátíð SÍH 2015

Árshátíð SÍH var haldin með pomp og pragt á skrídag samkvæmt gamalli hefð. Fyrr um daginn var keppt í skeet og Norrænu trappi og má sjá myndir og úrslit annar staðar á vefsíðunni.
Það var auðsjáanlegt að það var skemmtinefnd með reynslu sem sá um að skipuleggja árshátíðina og halda upp fjöri allt kvöldið. Kvöldið byrjaði með frábærum kvöldverði, grilluðu lambi, sætri kartöflumús og fl. frábæru góðgæti. Eins og myndirnar bera með sér skemmtu gestir sér konunglega við að taka þátt í ýmsum uppákomum og hlæja að tilburðum þeirra sem voru teknir upp öðrum til skemmtunar. Skemmtinefnd á allar þakkir skilið fyrir frábærlega velheppnaða samkomu.
Þeir ná örugglega kjöri á næsta aðalfundi.

Album was created 3 years 8 months ago and modified 3 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 28 files
 
Innanfélagsmót á skírdag

Hið árlega innanfélagsmót SÍH á skírdag var haldið samkvæmt áralangri hefð. En það var ekki allt samkvæmt hefðinni því nú voru þáttakendur í Norrænu trappi mun fl. en þeir sem tóku þátt í skeet eða átta en fimm í skeet. Það var líka óhefðbundið að hjón skuli keppa um fyrsta sætið sem var raunin í skeet að þessu sinni. En það voru þau Helga Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Svafarsson sem lentu í þessari aðstöðu að loknum undanúrslitum. Jafn var með þeim hjónum fram á síðasta pall en þar náði Aðalsteinn að skjótast fram úr sinni heittelskuðu. Það var síðan Sigurður Jón Sigurðsson sem varð í þriðja sæti í skeet. Í Norrænu trappi voru úrslit ekki eins rómantísk þar sem Margeir Þór Eggertsson og Kristinn Gísli Guðmundsson þurftu að skjóta bráðabana um annað sætið. Þar hafði Margeir betur og þar með annað sætið. Það var síðan Jón Valgeirsson sem varð í fyrsta sæti. Skemmtilegt mót þó aðeins kulaði.

Album was created 3 years 9 months ago and modified 3 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 53 files