Public Home > 2016 Starfsemi SÍH
       

2016 Starfsemi SÍH

 
Íslandsmót í Skeet karla
Aug 14, 2016

Íslandsmót í skeet karla er haldið laugardaginn 13. ágúst og sunnudaginn 14 ágúst. Keppni í karlaflokk lauk sunnudaginn 14. ágúst þar sem Sigurður Unnar SR varð Íslandsmeistari karla 2016. Alls tóku 23 karlar þátt í mótinu að þessu sinni. Örn Valdimarsson frá SR varð í öðru sæti og Hákon Svavarsson í því þriðja. Íslandsmeistari ungling varð Marinó Eggertsson úr SÍH

Einngi var keppt í sveitakeppni þar sem A-sveit SR varð í fyrsta sæti, A-sveit SÍH varð í öðru sæti og B-sveit SR varð í því þriðja.

Album was created 2 years 4 months ago and modified 2 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 38 files
 
Íslandsmót kvenna í Skeet 2016
Aug 13, 2016

Íslandsmót í skeet er haldið laugardaginn 13. ágúst og laugardaginn 14 ágúst. Keppni er lokið í kvennaflokki þar sem Helga Jóhannsdóttir SÍH varð Íslandsmeistari kvenna 2016. Alls tóku 9 konur þátt í mótinu að þessu sinni. Snjólaug M. Jónsdóttir frá Skotfélaginu Markviss varð í öðru sæti og Dagný Hinriksdóttir í því þriðja.

Einngi var keppt í sveitakeppni þar sem sveit SÍH varð í fyrsta sæti, Sveit SR varð í öðru sæti og sveit Markviss varð í því þriðja.

Album was created 2 years 4 months ago and modified 2 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 21 files
 
Íslandsmót í Norrænu trappi
Aug 7, 2016

Íslandsmót í Norrænu trappi var haldið laugardaginn 6. og sunnudaginn 7. ágúst. Keppt var í kvenna- og karlaflokki. Í báðum flokkum er skotið á 75 dúfur hvorn daginn og síðan fara 5 efstu í úrslit þar sem skotið er á 25 dúfur. Í kvennaflokki sigraði Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir á nýju Íslandsmeti með 87 dúfur en gamla metið var 69 dúfur og síðan skaut hún 11 dúfur í úrslitum. Þessi frábæri árangur var þriðja besta skorið í öllu mótinu. Í öðru sæti varð Ester Ýr Jónsdóttir og Anný Björk Guðmundsdóttir í því Þriðja. Kvennasveit SÍH bætti einnig Íslandsmetið í sveitakeppni um hvorki meira né minna en 45 dúfur eða 185 dúfur samtals. Sveitina skipuðu þær Hrafnhildur Hrafnkelsdóttir, Anný Björk Guðmundsdóttir og Ester Ýr Jónsdóttir. Í karlaflokki hampaði Jakob Þór Leifsson Íslandsmeistarabikarnum en hann skaut 100 dúfur og síðan 17 í úrslitum. Í öðru sæti varð Kristinn Gísli Guðmundsson og Pétur T. Gunnarsson í því þriðja.

Album was created 2 years 4 months ago and modified 2 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 53 files
 
Verslunarmannahelgi á Iðavöllum
Aug 3, 2016
Album was created 2 years 4 months ago and modified 2 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files
 
STÍ mót á Akranesi
Jul 23, 2016

Skotfélag Akranes hélt STÍ mót í Skeet laugardaginn 23. júlí.
Gott mót á frábærum skotvelli og ekki skemdi fyrir að nýtt Íslandsmet í kvennaflokki leit dagsins ljós þegar Helga Jóhannsdóttir SÍH bætti fyrra met um 2 dúfur.

Album was created 2 years 5 months ago and modified 2 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 27 files
 
STÍ mót á Akureyri
Jul 17, 2016

Skotfélag Akureyrar hélt STÍ mót í Skeet dagana 16. og 17. júlí.
Gott mót í alla staði vela að öllu staðið og ekki skemmdi frábært veður fyrir.

Album was created 2 years 5 months ago and modified 2 years 5 months ago
 
SÍH OPEN 2016 (2 af 2)
Jul 3, 2016

SÍH Open var haldið dagana 2. og 3. júlí.

Album was created 2 years 5 months ago and modified 2 years 5 months ago
 
SÍH 2016 (1 af 2)
Jul 2, 2016

SÍH open 2016 var haldið með pomp og prakt dagana 2. og 3. júlí.
Keppt var í skeet og Norrænu trappi. Keppendur voru 40 talsins, 30 í skeet og 10 í NT.
Eftir fyrri daginn var keppendum skipt í tvo flokka A og B eftir getu. Síðan var keppt til verðlauna í báðum flokkum og báðum greinum.
Eftir venjulega keppni fara sex efstu keppenur í skeet í úrslit og fimm efstu í NT.
Í NT urðu úrslit þau að í B flokki var Kristinn Gísli Guðmundsson hlutskarpastur, Ívar Erlendsson varð í öðru sæti og Smári Freyr Smárason í því þriðja.
Í A flokki NT varð Stefán Geir Stefánsson í fyrsta sæti, Ólafur Vigfús Ólafsson í öðru og Þórir Guðnason í því þriðja.
Í B flokki skeet varð Katy Poulsom í fyrsta sæti, Gunnar Knudsen í öðru og Kjartan Örn Kjartansson í því þriðja. Í A flokki skeet varð Allan Warren í fyrsta sæti, Sigurður Unnar í öðru sæti og Guðmann Jónasson í því þriðja.

Album was created 2 years 5 months ago and modified 2 years 5 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 80 files
 
STÍ landsmót
Jun 11, 2016

Landsmót í Skeet var haldið í Þorlákshöfn dagana 11. og 12. júní

Album was created 2 years 6 months ago and modified 2 years 2 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 19 files
 
STÍ Landsmót
May 8, 2016

Landsmót í Skeet haldið af SFS 7. og 8. maí

Album was created 2 years 7 months ago and modified 2 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 13 files
 
Landsmót 23. og 24. apríl 2016
Apr 24, 2016
Album was created 2 years 8 months ago and modified 2 years 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  1 views
  • 1 visitors
  • 79 files
 
Árshátíð SÍH
Mar 24, 2016

Ef einhverjir geta komið fólki á óvart þá eru það þeir félagar í skemmtinefnd SÍH, þeir Sigurður Jón Sigurðsson og Gunnlaugur Sigurjónssson með Hörð Smára Sigurðsson í fararbroddi. Síðastliðin ár hafa þeir boðið félagsmönnum SÍH upp á ólíklegustu skemmtiatriði með einstökum skemmtikröftum. Að þessu sinni er hægt að fullyrða að þessir frábæru félagar okkar geta hugsað út fyrir boxið og gott betur. Mikil leynd hvíldi yfir aðal skemmtiatriði kvöldsins, búið að tjalda fyrir stærstan hluta samkomusalarinns á Iðavöllum með svörtu tjlaldi þannig að enginn gat séð það eða þá sem þar voru að undirbúa sig fyrir uppákomu kvöldsins. Að loknum fordrykk var húsinu læst og gestum boðið að ganga inn fyrir svarta tjaldið. Og viti menn! Þar sátu þau Gunnar Kvaran sellóleikari og Elísabet Waage hörpuleikari með hljóðfærin sín í fanginu, tilbúin til að halda tónleika fyrir veislugesti. Ég minnist þess ekki að mér hafi liðið eins undarlega áður, þessir stórkostlegu snillingar komnir upp á Iðavelli til að spila sérstaklega fyrir okkur, félagsmenn SÍH.
Og þvílík upplifun og forréttindi að fá sitja aðeins rúman meter fyrir framan þetta fólk og hlusta á þá undurfögru tóna sem þau létu líða um Iðavelli á þessari stórkostlegu stundu. Iðavellir urðu á þessari stundu menningarsetur. Hafið þökk fyrir stórkostlega stund, frábæru félagar og skilið góðum kveðjum til Gunnars og Elísabetar.

Album was created 2 years 9 months ago and modified 2 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 32 files
 
Innanfélagsmót í Skeet og Norrænu trappi var haldið á Iðavöllum 24. mars í breytilegu veðri. Átta keppendur voru í hvorri grein.
Mar 24, 2016
Album was created 2 years 9 months ago and modified 2 years 3 months ago
  • No comments
  •  Today:  2 views
  • 2 visitors
  • 9 files
 
Æfingastjórafundur
Mar 18, 2016

Æfingastjórafundur var haldinn fimmtudaginn 18. mars.
Eftir að búið var að fara yfir hættumat og áhættugreiningu var haldið fjögra tíma námskeið í skyndihljálp.
Slík námskeið hafa verið haldin reglulega síðustu ár við góðar undirtektir.

Album was created 2 years 9 months ago and modified 2 years 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 4 files
 
Skyndihjálparnámskeið
Mar 17, 2016
Album was created 2 years 7 months ago and modified 2 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 8 files
 
Aðalfundur SÍH 2016
Feb 25, 2016
Album was created 2 years 7 months ago and modified 2 years 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 4 files
 
Innanfélagsmót 13. febrúar
Feb 13, 2016

Innanfélagsmót í Skeet og Norrænu trappi var haldið á Iðavöllum 13. febrúar í frábæru veðri.
Átta keppendur voru í hvorri grein.

Album was created 2 years 10 months ago and modified 2 years 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 5 files
 
Stefnumótunarfundir SÍH 2016
Feb 11, 2016

Stjórn SÍH heldur árlega stefnumótunarfund þar sem öllum félagsmönnun er boðin aðkoma.
Þar er farið yfir það hvernig gengið hafði að ná þeim markmiðum sem sett voru á síðasta stefnumótunarfundi. Það er jafnframt farið yfir ánægjukönnum sem einnig er gerð árlega til að meta og geta brugðist við vilja félagsmanna.
Fundurinn var ágætlega sóttur, Ekki voru gerðar neinar breytingar á sjálfri stefnu félagsins en það voru sett ný markmið og út frá þeim urðu til ný verkefni til að ná markmiðunum.
Ánægjukönunina má sjá í gæðahandbók félagsins undir skjali 010.

Album was created 2 years 10 months ago and modified 2 years 10 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 2 files