Public Home > 2018 Starfsemi SÍH
       

2018 Starfsemi SÍH

 
Skotmót í Norrænu trappi í skothermi

Félgið fjárfesti í nýjum skothermi, tölvu og skjávarpa sem ætlað er til kennslu og æfinga.
Á meðan það var hið versta slagveður útfyrir var haldið skotmót í Norrænu trappi í stuttermabolum í skotherminum innandyra.
Góður rómur var gerður að þessarri nýbreyttni.

Album was created 11 days ago and modified 11 days ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 7 files
 
Íslandsmót í Norrænu trappi

Stefán Kristjánsson og Snjólaug Jónsdóttir Íslandsmeistarar í Norrænu trappi. Timo Salsola, Kristinn Gísli Guðmundsson og Stefán Kristjánsdóttir Íslandsmeistar í liðakeppni. Þess má geta að Snjólaug er jafnframt nýbakaður Íslandsmeistari í skeet.

Album was created 4 months ago and modified 4 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 35 files
 
SÍH open 2018
Jun 30, 2018

SÍH var haldið í 14. sinn dagana 30. júní og 1. júlí. Veðrið skartaði sínu fegursta miðað við aðstæður. Kepp var að venju bæði í skeet og Norrænu trappi. Mótið gekk frábærlega í alla staði og mikil kátína á grillkvöldinu. Stjórn SÍH þakkar keppendum og gestum fyrir frábæra og skemmtilega daga ein og myndirnar bera með sér.

Album was created 6 months ago and modified 6 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 114 files
 
Íslandsmóti í Compak sporting 2018


Framúrskarandi árangur keppnismanna SÍH á fyrsta Íslandsmótinu í Compak sporting sem fram fór á Akureyri 9.-10. júní 2018.😀

https://docs.google.com/…/1baA_7RXWQQBy3qiuRBYua24_BQ…/edit…

Það er ekki hægt að segja annað en að árangur keppnismanna SÍH hafi verið stórkostlegur á fyrsta Íslandsmótinu í Compak sporting sem haldið er.

Gunnar Gunnarsson, Þórir Guðnason og Aron Kristinn Jónsson röðu sér í þrjú fyrstu sætin í karlaflokki og Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir varð í fyrsta sæti í kvennaflokki.
Mótið er hluti af mótaskrá STÍ og árangur því viðurkenndur innan íþróttahreyfingarinnar.

Þau Gunnar og Ingibjörg eru því nýkrýndir Íslandsmeistarar í Compak Sporting 2018.
Þess má geta að það voru 36 keppendur sem tóku þátt.

Stjórn SÍH óskar sínu fólki innilega til hamingju með þennan framúrskarandi árangur.

Album was created 7 months ago and modified 7 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 6 files
 
Fjölvallamót SÍH 2018
May 19, 2018

Það voru vaskir 12 skotmenn og 1 skotkona sem mættu til leiks í fjölvallamótið sem var haldi á svæði Skotíþróttarfélag Hafnarfjarðar við krefjandi veðuraðstæður og þótti okkur vinum sem stóðum fyrir þessu fyrsta móti þetta er hin fína mæting miðað við allt og allt.

Mótið var þannig uppbyggt að það voru skotnar 25 dúfur á öllum 4 völlum og mundi heildar skor ráða úrslitum, var mótið hugsað fyrst og fremst til ánægju og að kynna hinar ýmsu skotgreinar fyrir þeim sem hafa kannski ekki áður skotið þær, var skoið á byrjandar vél þaðan var farið á veiðihitni völlin svo var komið að skeet og nordisk trapp völlumum sem eru svona þessar helstu keppnisgreinar sem er verið að keppa í.

Fengum til liðs við okkur Skotíþróttarfélga Hafnarfjarðar í þetta verkefni sem gaf okkur góðfúst leyfi um afnot á þessu flotta svæði og völlum, kunnum við þeim miklar og góðar þakkir fyrir það.

Eins fengum við þessi mjög svo fínu gjafir frá Hlað, Vesturröst og Benelli umboðinu sem voru nýtt í að veita í verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin og einsog áður kunnum við þeim miklar og góðar þakkir fyrir.

Velunnari Fjölvallamótsins gaf þennan líka aldeilis fína farandbikar sem var einnkar glæsilegur ásamt að gefa nælur fyrir þann sem næði að skjóta 25u en það var ákveðið að gefa öllum nælu samt sem áður af mótsnefnd.

Úrslit mótsins fóru á þá leið að Stefán Einarsson varð hlutskarpastur með 63 dúfur, en um 2 og 3 sæti þurfti bráðabanna til að skera um úrslit en þeir Þórir og Ásbjörn voru báðir á 62 en svo fór að Ásbjörn Sínir vann og endaði 2 sæti en Þórir í því 3 ja.

Var það samdóma álit að þetta hafi verið skemmtilegt mót og allir keppendur hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir slagveður og oft á tíðum mikinn vind sem gerði oft skotmörkin æði krefjandi en skemmtileg líka.

Viljum við enn og aftur í mótsnefn þakka fyrir okkur og það vrður væntanlega eitthvað áframhald á þessu , eigum víst eftir að prófa þetta í góðu veðri :-)

Jón Gunnar, Kristinn Valgeir, Kristinn Gísli og Margeir Þór.

Album was created 8 months ago and modified 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 40 files
 
Innanfélagsmót
May 5, 2018

Haldið var innanfélgsmót í Skeet og N-Trappi laugardaginn 6. maí. Þokkalegt veður en nokkuð hvast og éljagangur.

Album was created 8 months ago and modified 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 13 files
 
Millar framkvæmdir á félagsheimilinu
Album was created 8 months ago and modified 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 28 files
 
Aðalfundur SÍH 2018
Album was created 8 months ago and modified 8 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 2 files
 
Námskeið í haglabyssuskotfimi
Album was created 9 months ago and modified 9 months ago
  • No comments
  •  Today:  0 views
  • 0 visitors
  • 12 files